Einingahús og byggingalausnir

Við sérhæfum okkur í innflutningi timbureiningahúsa, yleininga, límtrés og ráðgjöf fyrir íslenskan markað. Timbureiningahús er örugg og hagkvæm byggingaraðferð sem verður sífellt vinsælli, hér á landi sem og annars staðar. Límtré og yleiningar eru sterk og góð byggingarefni sem getur verið bæði góður og ódýr valkostur á íslandi.

Við bjóðum upp á aðstoð við hönnun, efnisval, tíma-, verk- og kostnaðaráætlanir. Við erum í samstarfi við arkitekta og hönnuði, byggingarstjóra og meistara. Þjónustan er öll á einum stað og við fylgjum þér í gegnum allt ferlið.