Einingahús

Timbureiningahús frá Krivaja í Bosníu er ódýr og umhverfisvæn kostur.

Timbureiningahús er örugg og hagkvæm byggingaraðferð sem verður sífellt vinsælli, hér á landi sem og annars staðar. Húsin eru smíðuð af Krivaja í Bosníu og er framleiðsluferlið umhverfisvænt og vottað. Fyrir hvert tré sem fellur til við framleiðslu eru fleiri tré gróðursett. Húsin eru mjög vel einangruð og halda vel hita og réttu rakastigi, þau mygla síður og viðhald þeirra er mun einfaldara en t.d. steinhúss.

Hjá okkur er öll þjónusta á einum stað frá undirbúningi jarðvegs til afhendingu húss. Húsin eru afhent fullbúin klár til notkunar. Mögulegt er að fá húsið með innréttingum og jafnvel húsgögnum sé þess óskað. Ýmsar gerðir einingahúsa eru í boði, t.a.m. raðhús, parhús, fjölbýli, einbýli, sumarhús, skemmur og iðnaðarhúsnæði.

Krivaja hafa framleitt hús frá 1950 um allan heim sem standast heita sumarmánuði í Evrópu sem og verstu vetrarhörkur. Útveggir eru samsettir af 11 lögum sem gerir húsin mjög vel einangruð og hitatap afskaplega lítið.

Framleiðsla Krivaja hefur eftirfarandi vottorð: