Um okkur

Árbær ehf. og Hús í hús ehf. er í eigu feðganna Jökul Daníelsson og Daníels Jökulsson. Við höfum starfað saman við viðhald og nýsmíði fasteigna frá árinu 2007.  Hjá okkur starfa 8-16 manns eftir árstíma og verkefnastöðu. Við erum í góðu samstarfi við iðnaðarmenn í öllum iðngreinum og tökum að okkur viðhald fasteigna frá A-Ö.

Við erum með meistararéttindi í húsasmíði, iðnmeistararéttindi, byggingarstjóraréttindi ásamt því að vera með vottað gæðastjórnunarkerfi frá MVS.
Sjá nánar á Mannvirkjastofnun.

Á Viðarhöfða 3 eru starfsstöðvar okkar og trésmíðaverkstæði.

Árbær ehf. er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í margþættri viðhaldsþjónustu fyrir húsfélög/fjölbýlishús.

Hús í hús ehf. er byggingafyrirtæki sem hefur mikla reynslu af nýsmíði og breytingum á fasteignum fyrir fyrirtæki, stofnanir, húsfélög og einstaklinga.

Daníel Steinarr Jökulsson
Húsasmíðameistari
Jökull Daníelsson
Verkefnastjóri
Arnór Ingi Brynjarsson
Verkefnastjóri

​„Ég hef um langt árabil haft mikil og góð samskipti við feðgana Jökul Daníelsson og Daníel Steinarr Jökulsson sem nú eiga og reka fyrirtækið Hús í hús ehf. Verkefnin sem þeir hafa innt af hendi hafa verið fjölbreytt og oft krafist mikillar hæfni og útsjónarsemi við lausn flókinna vandamála. Það er mér sönn ánægja að staðfesta að allt samstarf hefur gengið ákaflega vel og einkennst af fagmennsku, öruggri þjónustu og lipurð í mannlegum samskiptum“

Þórarinn Magnússon
Verkfræðingur og fv. forstöðumaður framkvæmdadeildar Félagsbústaða hf.